Aðalfundur MýSköpunar fór fram þann 23. maí síðastliðinn á Berjaya hótelinu í Reynihlíð í Mývatnssveit. Fundurinn var vel sóttur af hluthöfum og fór vel fram. Eftir aðalfundarstörf var boðið til kynningar á starfseminni í húsakynnum félagsins í Bjarnarflagi.
Síðastliðið ár hefur verið viðburðamikið hjá MýSköpun. Samstarf Mýsköpunar og Landsvirkjunar hefur gengið vel en MýSköpun hefur til afnota húsnæði gömlu Kísiliðjunnar í Bjarnarflagi sem er í eigu Landsvirkjunar. Þar hefur verið sett upp lítil framleiðslueining fyrir örþörunga þar sem MýSköpun hefur framleitt ýmsa örþörunga í tengslum við þróunarverkefni félagsins.
Á fundinum fór Dr. Ingólfur B. Gunnarsson framkvæmdastjóri félagsins yfir framtíðarmöguleika MýSköpunar. Hrönn Greipsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu og stjórnarformaður MýSköpunar flutti einnig ávarp og mátti heyra bjartsýnan tón hjá þeim báðum um þá framtíðarmöguleika sem til staðar eru.
Stjórn MýSköpunar fyrir næsta starfsár var endurkjörin, hana skipa:
Guðmundur Þór Birgisson
Hrönn Greipsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir
Rannveig Björnsdóttir
Valdimar Halldórsson